Saury

Latin:
Cololabis Saira
Saury er langvaxinn fiskur líkt og hornfiskar og getur orðið 40 cm að stærð en er tíðast 25 – 35 cm þegar hann er veiddur. Þessi fisktegund á heimkynni í hlýjum og heittempruðum sjó og veiðist í Norður- Kyrrahafi frá júní fram í nóvember. Ársveiðin hefur verið stöðug um áratuga skeið eða þrjú- til fjögurhundruð þúsund lestir. Saury hefur hátt fituinnihald sem helst nokkuð stöðugt allt árið. Það sem gerir hann að góðum beitufisk er hversu roð hans er sterkt. Þetta gerir það að verkum að hann losnar síður af króknum og veiðir því lengur en önnur hefðbundin beita. Hann er í fjórum stærðum sem eru frá 90 grömmum og upp í 160 grömm á stærð. Hann kemur í 10 kg pakkningum.
Vöruflokkar:
Beita
Vörunúmer:
8501120
Skráðu þig inn til að panta