Ecoclean 103 kvoðusápa m/sótthreinsun

Ecoclean 103 kvoðusápa með sótthreinsieiginleika fyrir matvælaiðnað er alkalískt alhliða hreinsiefni til notkunar í sláturhús-, matvæla-, drykkjar- og mjólkuriðnaði.

Hentar til þrifa á gólfum, veggjum, skurðarbrettum, tönkum, færiböndum og öðrum áhöldum. Má nota á yfirborð úr ryðfríu stáli í réttri blöndu.

Vinnur vel á eggjahvítuefnum og fitu. Eyðir blettum og ólykt. Virkar í hörðu vatni. Auðvelt að skola af.

Má nota í kvoðukerfum eða háþrýstikerfum.

Hentar til notkunar við handvirk þrif.

Blöndun 0,5-5%

pH-gildi - 13,4-14 (í 1% blöndu 11,8)

Vörunúmer:
87011710
Skráðu þig inn til að panta