Styrkingar á ermum og faldi. Öflug smella utan um hálsmál. Hettan er stillanleg og hægt að nota yfir hjálm. Stakkurinn er hannaður með endingu í huga og gerður úr sérstakri blöndu af Polyurethane og polyamide sem er einstaklega slitsterk. Efnið í stakknum hefur EN14605 vottun fyrir kemísk efni og er bakteríudrepandi. Stakkurinn hentar t.d vel fyrir matvælavinnslur.